Málun og endurbætur innanhúss

Þetta hús var tekið í allsherjar andlitslyftingu frá upprunalegu útliti, eftir að skipt var um hluta af innréttingum og parket nokkrum árum áður.

 

Forstofa, geymsla og baðherbergi voru flísalögð upp á nýtt, skipt um alla gólflista og geregti á gluggum og hurðum. Innanstokksmunir sem áður voru glærlakkaðir voru hvítlakkaðir ásamt innihurðum og gluggum. Panel í lofti og á veggjum málaður.

 

Lagnir og stýribúnaður fyrir heitan pott var fjarlægður úr geymslu og færður út í inntaksskáp. Innrétting sett upp í geymslu þar sem áður voru lagnir á vegg.

 

Heilt yfir mjög vel heppnuð breyting á húsinu.

|