NÝBYGGINGAR

ÞETTA BYRJAR ALLT Á HUGMYND
Hvort sem þú ert með eigin hugmyndir eða vantar tillögu að draumahúsinu þá leggjum við okkur fram um að finna lausn sem hentar þér. Þarfir fólks eru misjafnar og það er eðlilegt að fólk vilji ráða sjálft útliti og skipulagi draumahússins.

 

Við smíðum eftir teikningum sem viðskiptavinir koma með sjálfir eða teikningum sem við leggjum til. Við bjóðum upp á að sérhanna hús eftir hugmyndum viðskiptavina, hvort sem það eru breytingar frá þeim teikningum sem við eigum fyrir eða algjörlega nýjar teikningar frá grunni.

FRÁ UPPHAFI TIL ENDA
Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á að sjáum allt byggingaferlið frá upphafi til enda sé þess óskað. Við getum séð um að skila inn öllum teikningum og gögnum sem þarf til að hefja framkvæmdir, útvega jarðverktaka til að taka grunn, útbúa undirstöður o.s.frv.

 

Það er ekki einfalt fyrir þann sem aldrei hefur staðið í byggingaframkvæmdum að vita hvernig hann á að snúa sér í öllu sem því fylgir. Við tökum að okkur að sjá um “vesenið” á meðan þú gerir eitthvað skemmtilegt.

|