ENDURBÆTUR

EKKI ALLTAF NAUÐSYNLEGAR EN SAMT KANNSKI ÞÖRF FYRIR ÞÆR
Margir þekkja hversu þægilegt og gefandi það getur verið að skipta um eða breyta umhverfinu. Það þarf ekki alltaf að gera mikið til að gera notalega breytingu.

 

Gólfefnaskipti, innréttingaskipti eða breytingar á innréttingum eins og t.d. skipta um eða lakka hurðir og skúffuforstykki, bæta við skúffum, skipta um borðplötur, skipta um eða lakka innihurðir, endurnýja hreinlætistæki. Hvert um sig eru dæmi um smærri endurbætur sem sem geta kallað fram miklar breytingar og nýtt viðmót.

STUNDUM ER TÍMI FYRIR ALSHERJAR ANDLITSLYFTINGU
Dæmi um stórtækari endurbætur sem við höfum unnið eru á húsi sem var panilklætt að innan bæði veggir og loft. Skipt var um eldhúsinnréttingu, öll gólfefni ásamt gólflistum og geregti á gluggum og hurðum.

 

Að endingu var húsið málað að innan auk þess sem innihurðar og aðrir innanstokksmunir, sem áður voru glærlökkuð fura, teknir og hvítlakkaðir.

 

Það má segja að við þessa yfirhalningu þá hafi þetta breyst í algjörlega “nýtt” hús.

|