VIÐHALD

GOTT VIÐHALD ER MIKILVÆGT
Mikilvægt er að hús fái reglulegt viðhald til að verja það gegn skemmdum.

 

Við tökum að okkur umsjón við alla viðhaldsvinnu svo sem skipta um þakjárn, vindskeiðar, glugga, útihurðir, glerlista, málun utanhúss o.fl. Sjáum um að útvega aðra iðnaðarmenn ef með þarf t.d. á sviði rafvirkjunar og pípulagna.

FYRIRBYGGJANDI VARNIR MINNKA VIÐHALD
Mikilvægt er að setja blikkflasningar til frágangs á þakbrúnir þar sem því verður við komið til að verja við fyrir ágangi vatns. Við tökum mál, látum útbúa flasningar og sjáum um uppsetningu.

 

Þetta stuðlar að betri endingu, betra útliti og minnkar viðhaldskostnað í framtíðinni.

|