VIÐBYGGINGAR

TÍMARNIR BREYTAST OG HÚSIN MEÐ
Á þeim árum sem við höfum fengist við smíðar sumarhúsa og þjónustu við sumarhúsaeigendur höfum við fylgst með og orðið áþreifanlega varir við hvernig kröfurnar breytast.

 

Mörg eldri sumarhúsin eru ekki að uppfylla notkunarhætti nútímans.

 

Er samrýmið of lítið? Þarf að bæta við herbergi eða bæta aðstöðu á einhvern hátt?

VEL ÚTFÆRÐ VIÐBYGGING GETUR VERIÐ LAUSNIN
Þegar ákveðið er að ráðast í viðbyggingu hefur það í flestum tilfellum svipað ferli og nýbyggingar hvað varðar byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni. Við aðstoðum viðskiptavini okkar við að finna lausn og útfærslur á hverskyns viðbyggingum.

 

Ef óskað er eftir þá getum við mætt á staðinn farið yfir hugmyndir og lausnir með viðskiptavinum, tekið öll nauðsynleg mál, séð um allar teikningar og gögn sem þarf að skila inn til byggingaryfirvalda til að hægt sé að hefja framkvæmd.

|