ALMENN TRÉSMÍÐI

TÖKUM AÐ OKKUR ÝMSA SÉRSMÍÐI
Við tökum að okkur alla almenna smíðavinnu, t.d. sláum við upp og steypum sökkla, setjum saman og reisum húsgrindur, klæðum veggi og þök, smíðum verandir, setjum upp skjólveggi og handrið, klæðum í kring um heita potta og margt fleira.

 

Við smíðum alla glugga og hurðir úr timbri í þau hús sem við framleiðum. Það er þó ekki skilyrði að svo sé hafi viðskiptavinur ósk um aðrar gerðir, svo sem ál- eða plastglugga.

 

Smíðum líka glugga, fög og hurðir eftir pöntunum. Sögum, heflum og fræsum efni eftir óskum viðskiptavina.

 

Smíðum rúmstæði og kojur og setjum upp (aðallega verið gert fyrir sumarhús) þar sem ekki hefur verið hægt að fá staðlaða framleiðslu til að passa.

 

Tökum mál, teiknum og sérsmíðum stiga úr t.d. furu eða eikarlímtré.

 

Smíðum einangraða skápa fyrir vatnsinntök sem klæddir eru með samskonar klæðningu og húsið.

|